Fasteignamat á Húsavík hækkar um 42,2 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 12:00 Vísir/pjetur Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira