Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna vísir/Ernir Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira