Allt upp á nýtt í Stím-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2017 15:00 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu ásamt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni. Málið fer nú aftur til meðferðar í héraðsdómi. vísir/anton brink Aðalmeðferð í Stím-málinu mun þurfa að fara aftur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn þess efnis í dag. Ástæðan er vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Vék hún úr öðru máli af keimlíkum ástæðum í nóvember síðastliðnum. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis. Aðalmeðferðin í héraði var afar umfangsmikil þar sem tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Stóð aðalmeðferðin yfir í tæpar tvær vikur. Áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu þar með talinn málsvarnarlaun, 1240 þúsund á hvern verjanda.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVAFann fyrrverandi í gögnum málsins Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu. Það er mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmi í Stím-málinu, einn þriggja dómara. Hvorki saksóknari né verjendur vissu af tengslunum. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Töldu verjendur að Sigríður hefði sökum þessara tengsla verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Ekki sami saksóknari Munnlegur málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í síðustu viku. Þar sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að vissulega væri ekki mikið sem bæri á milli málanna. Ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á Stím-málinu og markaðsmisnotkunarmálunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara. Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá.Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gvaUmfangsmikið mál Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins. Allt bendir til þess að Hæstiréttur hafi fallist á sjónarmið verjenda í málinu og það fari aftur til meðferðar í héraðsdómi. Sigríður kom inn í málið fyrir aðalmeðferð og mun því þurfa að endurtaka hana í heild sinni. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins sem tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna. Þá er ónefndur allur sá kostnaður sem fellur á íslenska ríkið vegna launa starfsmanna dómstóla og ákæruvaldsins. Stím málið Tengdar fréttir Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu mun þurfa að fara aftur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn þess efnis í dag. Ástæðan er vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Vék hún úr öðru máli af keimlíkum ástæðum í nóvember síðastliðnum. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis. Aðalmeðferðin í héraði var afar umfangsmikil þar sem tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Stóð aðalmeðferðin yfir í tæpar tvær vikur. Áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu þar með talinn málsvarnarlaun, 1240 þúsund á hvern verjanda.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVAFann fyrrverandi í gögnum málsins Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu. Það er mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmi í Stím-málinu, einn þriggja dómara. Hvorki saksóknari né verjendur vissu af tengslunum. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Töldu verjendur að Sigríður hefði sökum þessara tengsla verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Ekki sami saksóknari Munnlegur málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í síðustu viku. Þar sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að vissulega væri ekki mikið sem bæri á milli málanna. Ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á Stím-málinu og markaðsmisnotkunarmálunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara. Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá.Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gvaUmfangsmikið mál Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins. Allt bendir til þess að Hæstiréttur hafi fallist á sjónarmið verjenda í málinu og það fari aftur til meðferðar í héraðsdómi. Sigríður kom inn í málið fyrir aðalmeðferð og mun því þurfa að endurtaka hana í heild sinni. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins sem tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna. Þá er ónefndur allur sá kostnaður sem fellur á íslenska ríkið vegna launa starfsmanna dómstóla og ákæruvaldsins.
Stím málið Tengdar fréttir Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51