Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 10:08 Ráðherrar í ríkisstjórninni. Vísir/Eyþór Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað á milli kannanna MMR og mælist nú 31,4 prósent, 0,4 prósentustigum hærra en í síðustu könnun MMR. Mikið hefur mætt á stjórnarflokkunum að undanförnu, ekki síst í tengslum við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem hefur verið harðlega gagnrýnt af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Þá hefur nokkur styr staðið um tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Viðreisn bætir við sig 0,5 prósentustigum og mælist með 5,5 prósent fylgi nú. Björt framtíð bætir við sig 0,2 prósentustigum og mælist með 3,4 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 21,4 prósent. Það er tveggja prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 23,4 prósent. Fylgi Pírata mældist 14,1 prósent og er það hækkun um 1,3 prósentustig frá síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,2 prósent fylgi en mældist 11,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 3,2 prósent sem er það sama og í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mælist 5,4 prósent samanlagt. Könnunin var framkvæmd dagana 11-16.maí. Svarfjöldi var 943 einstaklingar, 18 ára og eldri. Alþingi Tengdar fréttir Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað á milli kannanna MMR og mælist nú 31,4 prósent, 0,4 prósentustigum hærra en í síðustu könnun MMR. Mikið hefur mætt á stjórnarflokkunum að undanförnu, ekki síst í tengslum við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem hefur verið harðlega gagnrýnt af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Þá hefur nokkur styr staðið um tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Viðreisn bætir við sig 0,5 prósentustigum og mælist með 5,5 prósent fylgi nú. Björt framtíð bætir við sig 0,2 prósentustigum og mælist með 3,4 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 21,4 prósent. Það er tveggja prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 23,4 prósent. Fylgi Pírata mældist 14,1 prósent og er það hækkun um 1,3 prósentustig frá síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,2 prósent fylgi en mældist 11,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 3,2 prósent sem er það sama og í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mælist 5,4 prósent samanlagt. Könnunin var framkvæmd dagana 11-16.maí. Svarfjöldi var 943 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Alþingi Tengdar fréttir Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30