Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Hanna Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23
Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00