Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017 Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira