Illt í hjartanu og vill hjálpa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:15 Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira