Raðirnar í Costco náðu enda á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 11:50 Þó nú sé tæpur mánuður liðinn frá því að búðin opnaði troðfylla viðskiptavinir rýmið sem áður. Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla. Costco Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla.
Costco Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira