Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Innfluttir bílar við Sundahöfn. Myndin er ekki af bíltegundum sem málið snýr að. Vísir/Eyþór Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent