Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 19:30 Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron." Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron."
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira