Fjórtán ár eru síðan sveitin kom fyrst til Íslands og tryllti lýðinn í Laugardalshöll.
Það var árið 2003 og hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri spilaði óvænt eitt lag. Kom það til eftir að Grohl og félagar römbuðu inn á sveitina þar sem hún var við æfingar í bílskúr í þorpinu. Hljómsveitarmeðlimir Nilfisk voru fimmtán og sextán ára á þeim tíma.
Grohl og félagar tóku öll sín þekktustu lög í bland við önnur og frumfluttu meðal annars þrjú ný lög. Var góð stemning í mildu veðrinu í Laugardal. Grohl sagði Ísland land eins og öll önnur lönd ættu að vera. Þá upplýsti hann að árið 2003 hefði hann keypt sér hálsmen hér á landi. Hálsmenið hefði hann aldrei tekið af sér.
Solstice hátíðin heldur áfram á morgun en þá spila meðal annars Íslandsvinirnir í Prodigy.
Harper Grohl, átta ára dóttir David, sló taktinn í laginu We Will Rock You á hátíðinni í kvöld og vakti mikla lukku.