Erlent

Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London

Kjartan Kjartansson skrifar
Elísabet drottning ræðir við íbúa Grenfell-turnsins sem komust lifandi út.
Elísabet drottning ræðir við íbúa Grenfell-turnsins sem komust lifandi út. Vísir/EPA
Elísabet Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýlið þar sem íbúar háhýsisins sem brann í London hafast við í morgun. Lögreglan hefur nú staðfest að þrjátíu séu látnir af völdum eldsvoðans.

Enn er 76 manna saknað en lögreglan hefur varað við því að svo kunni að fara að aldrei verði hægt að bera kennsl á alla þá sem fórstu í eldsvoðanum mikla í Grenfell-turninum á aðfaranótt miðvikudags.

Kóngafólkið hitti sjálfboðaliða, íbúa og fulltrúa samfélagsins á svæðinu þegar það heimsótti Westway-íþróttamiðstöðina í morgun. Lofaði drottningin hugrekki slökkviliðsmanna og ótrúlega gjafmildi sjálfboðaliðanna sem aðstoða íbúana samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Björgunarfólk leitar enn að fólki í rústum háhýsisins. Slökkviliðsstjórar segjast hins vegar ekki eiga von á að neinn finnist á lífi þar úr þessu. Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á brunanum.

Slökkviliðsmenn sýndu mikið hugrekki að mati Bretadrottningar.Vísir/EPA

Tengdar fréttir

Helgi hlúði að slösuðum í nótt

Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt.

Leituðu í brunarústunum í alla nótt

Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×