Stór dagur fyrir neytendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 10:22 Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24
Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00