Ótrúlegir fimm dagar Anítu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2017 06:00 Aníta er í góðum gír þessa dagana. vísir/hanna Aníta Hinriksdóttir er greinilega í frábæru formi þessa dagana. Í gær sló Aníta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Demantamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu hundraðshluta úr sekúndu. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlaupið í Ósló í gær var stjörnum prýtt en til marks um það voru þrjár efstu í hlaupinu þær sömu og lentu í þremur efstu sætunum í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. „Að komast inn í svona hlaup er rosalega mikilvægt upp á framhaldið; að hafa mætt þessum bestu, helst nokkrum sinnum áður en þú ferð á stórmót,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrverandi þjálfari Anítu, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Í hlaupinu voru fimm sem voru í úrslitum á Ólympíuleikunum og ein þeirra, Lindsey Sharp, varð á eftir Anítu. Þannig að þetta var ofboðslega sterkt og gaman að hún hafi fengið tækifæri því það er hart barist um að komast í þessi hlaup.“ Aníta endaði í 6. sæti í hlaupinu í gær. Að sögn Gunnars Páls var það afar vel útfært hjá henni. „Öfugt við heims- og Evrópumót, þá erum við með það sem við köllum héra sem heldur upp hraðanum. Aníta staðsetti sig mjög vel. Þú reynir að fljóta með og eyða sem minnstri orku,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Aníta væri alltaf að öðlast meiri reynslu í taktíska þættinum. „Hún þarf að komast inn á þessi mót til að stíga skref fram á við. Hún nýtti þetta tækifæri vel.“ Síðustu mánuðir hafa verið viðburðaríkir hjá Anítu, eða frá því hún setti Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Ríó. Aníta gerði frábæra hluti á EM innanhúss í Belgrad í mars og náði þar í brons. Og núna hefur hún slegið tvö Íslandsmet á innan við viku. „Þetta hefur gengið alveg lygilega vel. Það er ekkert sjálfgefið að halda áfram að taka þessi skref. Hún hefur unnið sig upp jafnt og þétt og þetta er mjög jákvætt,“ sagði Gunnar Páll. Sumarið er bara rétt að byrja hjá Anítu. Á sunnudaginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og fram undan er svo EM U-23 ára í Póllandi og HM í London. Gunnar Páll segir að það styttist í að Aníta brjóti múrinn og hlaupi undir tveimur mínútum. „Þegar maður er búinn að hlaupa á svipuðum tíma getur þetta allt í einu dottið fyrir mann. Það hlaup gæti allt eins komið á sunnudaginn. Hún hefur að mínu mati getað það lengi. En það má ekki vera of mikið stress að hugsa um það. Ef þetta heldur svona áfram kemur þetta á endanum,“ sagði Gunnar Páll að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26 Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er greinilega í frábæru formi þessa dagana. Í gær sló Aníta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Demantamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu hundraðshluta úr sekúndu. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlaupið í Ósló í gær var stjörnum prýtt en til marks um það voru þrjár efstu í hlaupinu þær sömu og lentu í þremur efstu sætunum í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. „Að komast inn í svona hlaup er rosalega mikilvægt upp á framhaldið; að hafa mætt þessum bestu, helst nokkrum sinnum áður en þú ferð á stórmót,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrverandi þjálfari Anítu, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Í hlaupinu voru fimm sem voru í úrslitum á Ólympíuleikunum og ein þeirra, Lindsey Sharp, varð á eftir Anítu. Þannig að þetta var ofboðslega sterkt og gaman að hún hafi fengið tækifæri því það er hart barist um að komast í þessi hlaup.“ Aníta endaði í 6. sæti í hlaupinu í gær. Að sögn Gunnars Páls var það afar vel útfært hjá henni. „Öfugt við heims- og Evrópumót, þá erum við með það sem við köllum héra sem heldur upp hraðanum. Aníta staðsetti sig mjög vel. Þú reynir að fljóta með og eyða sem minnstri orku,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Aníta væri alltaf að öðlast meiri reynslu í taktíska þættinum. „Hún þarf að komast inn á þessi mót til að stíga skref fram á við. Hún nýtti þetta tækifæri vel.“ Síðustu mánuðir hafa verið viðburðaríkir hjá Anítu, eða frá því hún setti Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Ríó. Aníta gerði frábæra hluti á EM innanhúss í Belgrad í mars og náði þar í brons. Og núna hefur hún slegið tvö Íslandsmet á innan við viku. „Þetta hefur gengið alveg lygilega vel. Það er ekkert sjálfgefið að halda áfram að taka þessi skref. Hún hefur unnið sig upp jafnt og þétt og þetta er mjög jákvætt,“ sagði Gunnar Páll. Sumarið er bara rétt að byrja hjá Anítu. Á sunnudaginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og fram undan er svo EM U-23 ára í Póllandi og HM í London. Gunnar Páll segir að það styttist í að Aníta brjóti múrinn og hlaupi undir tveimur mínútum. „Þegar maður er búinn að hlaupa á svipuðum tíma getur þetta allt í einu dottið fyrir mann. Það hlaup gæti allt eins komið á sunnudaginn. Hún hefur að mínu mati getað það lengi. En það má ekki vera of mikið stress að hugsa um það. Ef þetta heldur svona áfram kemur þetta á endanum,“ sagði Gunnar Páll að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26 Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26
Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31