Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:22 Malcolm Turnbull. Vísir/Getty Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017 Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017
Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira