Ekki líklegt að hlanddólgurinn sé þjakaður af blæti Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 12:37 Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir að ef sér yrði gert að flokka þetta samkvæmt nýjustu greiningartísku þá er um að ræða Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder. „Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“ Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“
Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira