Í eldhúsi Evu: Steikarloka með chili bernaise-sósu Eva Laufey skrifar 18. júní 2017 15:00 Þessi er kjörin fyrir þá sem vilja gera sér dagamun. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að girnilegri steikarloku. Steikarloka með chili bernaise-sósu Baguette brauð Nautakjöt, má vera hvaða bita sem er (eldaður) Sveppir Laukur Hvítlaukrif Smjör Klettasalat Bernaise sósa (uppskrift að neðan)Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið sveppi og lauk, steikið upp úr smjöri á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Geymið til hliðar á meðan þið undirbúið brauðið. Skerið baguette brauð í tvennt og hitið í ofni í smá stund þar til brauðið er gulliðbrúnt. Smyrjið bernaise sósu á botninn á baguette brauðinu, leggið salatblöð yfir bernaise sósuna, skerið niður nautakjöt og leggið ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk. Í lokin setjið þið væna skeið eða skeiðar af bernaise sósunni yfir og leggið lokið á baguette brauðinu yfir. Berið strax fram og njótið.Chili bernaise sósa5 stk eggjarauður250 g smjör1 msk bernaise essence2 tsk fáfnisgras, smátt saxað (2-3 tsk.)½ rautt chilialdinsalt og nýmalaður pipar Aðferð: Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er svolítil handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana af vatnsbaðinu og kælið en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit því annars eldast eggjarauðurnar. Saxið niður ferskt fáfnisgras og rautt chilialdin, setjið út í sósuna og bragðbætið einnig með bernaise essence, salti og pipar. Eva Laufey Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að girnilegri steikarloku. Steikarloka með chili bernaise-sósu Baguette brauð Nautakjöt, má vera hvaða bita sem er (eldaður) Sveppir Laukur Hvítlaukrif Smjör Klettasalat Bernaise sósa (uppskrift að neðan)Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið sveppi og lauk, steikið upp úr smjöri á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Geymið til hliðar á meðan þið undirbúið brauðið. Skerið baguette brauð í tvennt og hitið í ofni í smá stund þar til brauðið er gulliðbrúnt. Smyrjið bernaise sósu á botninn á baguette brauðinu, leggið salatblöð yfir bernaise sósuna, skerið niður nautakjöt og leggið ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk. Í lokin setjið þið væna skeið eða skeiðar af bernaise sósunni yfir og leggið lokið á baguette brauðinu yfir. Berið strax fram og njótið.Chili bernaise sósa5 stk eggjarauður250 g smjör1 msk bernaise essence2 tsk fáfnisgras, smátt saxað (2-3 tsk.)½ rautt chilialdinsalt og nýmalaður pipar Aðferð: Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er svolítil handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana af vatnsbaðinu og kælið en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit því annars eldast eggjarauðurnar. Saxið niður ferskt fáfnisgras og rautt chilialdin, setjið út í sósuna og bragðbætið einnig með bernaise essence, salti og pipar.
Eva Laufey Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira