Í eldhúsi Evu: Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Eva Laufey skrifar 16. júní 2017 15:00 Dásamleg pizza sem er tilvalin fyrir helgina. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri pizzu. Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300g spaghettí, soðið 2 egg 1 dl parmesanostur salt og pipar ólífuolíaAðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund.Tómat-og basilíkusósa:1 msk ólífuolía1 hvítlauksrif½ laukur1 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata1 kjúklingateningur1 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður hvítlauk og lauk og steikið upp úr olíunni í smá stund þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið söxuðum tómötum út á pönnuna ásamt hálfum kjúklingatening, saxið niður basilíku og bætið henni saman við. Hrærið vel í sósunni og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Smyrjið spaghettí botninn með tómat-og basilíkusósunni. Skerið niður mozzarella ost og dreifið yfir sósuna, kryddið gjarnan pizzuna með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Þegar pizzan er klár er gott að skera niður ferskt kál til dæmis klettasalat og dreifa yfir pizzuna ásamt því að rífa niður parmesan ost og dreifa yfir. Berið strax fram og njótið. Eva Laufey Pastaréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri pizzu. Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300g spaghettí, soðið 2 egg 1 dl parmesanostur salt og pipar ólífuolíaAðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund.Tómat-og basilíkusósa:1 msk ólífuolía1 hvítlauksrif½ laukur1 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata1 kjúklingateningur1 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður hvítlauk og lauk og steikið upp úr olíunni í smá stund þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið söxuðum tómötum út á pönnuna ásamt hálfum kjúklingatening, saxið niður basilíku og bætið henni saman við. Hrærið vel í sósunni og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Smyrjið spaghettí botninn með tómat-og basilíkusósunni. Skerið niður mozzarella ost og dreifið yfir sósuna, kryddið gjarnan pizzuna með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Þegar pizzan er klár er gott að skera niður ferskt kál til dæmis klettasalat og dreifa yfir pizzuna ásamt því að rífa niður parmesan ost og dreifa yfir. Berið strax fram og njótið.
Eva Laufey Pastaréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira