Seðlabanki vinnur á móti styrkingu krónunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent