Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 20:00 Guy Verhofstadt. Vísir/EPA Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð. Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð.
Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43