Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 20:00 Guy Verhofstadt. Vísir/EPA Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð. Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð.
Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43