Koenigsegg seldi 80 Regera á 190 milljónir hvern Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 13:53 Koenigsegg Regera er sannkallaður ofurbíl, enda kostar hann skildinginn. Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent