Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 10:07 Sjónarvottur fylgist með aðgerðum við Grenfell Tower í morgun. Vísir/Getty Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30