Þurfum að mennta verslunarfólk betur til að keppa við erlendar keðjur Sæunn Gísladóttir skrifar 14. júní 2017 10:00 Sérverslanir á borð við Kjöt og Fisk sem bjóða upp á tilbúna rétti hafa sótt í sig veðrið nýverið hjá nýrri kynslóð neytenda. VÍSIR/ERNIR Við getum ekki keppt í stærðarhagkvæmni við útlöndin en við getum keppt með því að mennta mannauðinn okkar,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar. Hann lauk nýverið við ritgerð til MBA-náms við Háskóla Íslands um tækifæri til að bæta afkomu í verslun. Kjartan Örn hefur starfað í verslunargeiranum í 20 ár, bæði í heild- og smásöluverslun, og situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Tímamót eru nú í íslenskri verslun. Erlendar keðjur eru að koma til landsins í stórum stíl þar sem Costco og H&M eru mest áberandi. Kjartan Örn telur að þetta þýði að íslensk verslun þurfi að vera meira á varðbergi en áður. „Í Póllandi eru erlendir fjárfestar til dæmis að hagnast á verslun, en þar er lítið af pólskum verslanakeðjum. Ef við viljum reka íslenska verslun og höfum metnað fyrir því, þá hljótum við að vilja fjárfesta í mannauði.“Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Tilgangur rannsóknar hans var meðal annars að sýna fram á að aukin fagmennska í formi menntunar og þjálfunar leiði af sér bætta rekstrarafkomu og auki samkeppnishæfni í greininni. „Stóra málið í þessu er að núna, öllum þessum árum eftir að Verslunarskólinn var stofnaður, þá erum við ekki að bjóða neina beina námsleið í skólakerfinu fyrir fólk sem vill mennta sig í kaupmennsku. Þetta er grein þar sem þú getur unnið þig upp úr að vera kerrutæknir í að verða forstjóri. Þetta er grein sem borgar mjög vel,“ segir Kjartan Örn. „Vísbendingar eru um að mikil þörf sé á aukinni menntun og þjálfun innan greinarinnar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Bæði þurfum við að laga það út frá þeim sem vilja í framtíðinni leggja stund á kaupmennsku. En einnig þurfum við að styrkja núverandi innviði með því að koma á fót starfsþjálfurum í verslun svipað eins og tíðkast í iðngreinum.“Kjartan Örn bendir á að upplagt væri að vera með viðurkennda starfsþjálfara sem gætu farið inn í ólík fyrirtæki og tekið út raunfærnimat á einstaka starfsmönnum til að þeir gætu skilgreint sig innan einhvers hæfnisramma. „Það sem stendur númer eitt, tvö og þrjú er að það vantar beina námsleið og starfsþjálfara í greininni.“ Í ritgerðinni er varpað ljósi á mikilvægt hlutverk verslunar í hagkerfinu. Rúmlega fjórðung af heildarveltu hagkerfisins má rekja til verslunar reiknað út frá virðisaukaskattskýrslum. Árið 2015 höfðu 13 prósent af heildarvinnuafli landsins verslun að aðal- eða aukastarfi og um 6,9 prósent allra fyrirtækja í landinu voru í heild- og smásöluverslun. Heildarvelta í smásöluverslun (án VSK) nam tæpum 400 milljörðum króna árið 2015 samanborið við 376 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs. Vöxtur í veltu smásöluverslunar á milli ára var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri á milli ára frá hruni.Að mati Kjartans Arnar er erlendis lagt meira upp úr menntun og starfsþjálfun starfsmanna í greininni. „H&M er að fara að opna og fólkið sem er að fara að vinna þar hefur verið sent í 10 til 12 vikur í þjálfun í Póllandi. Þeir munu bjóða fagmennsku þegar þeir opna og frábæra þjónustu því þeir hafa fjárfest gríðarlega í mannauði frá byrjun. Þetta er að mínu mati eina leiðin fyrir okkur á Íslandi til að skapa samkeppnishæfni í verslun, að mennta mannauð okkar og fjárfesta í þessari auðlind.“ Kjartan bendir á að stór hluti launatengdra gjalda fari nú þegar í starfsmenntunarsjóði. „Þarna eru milljarðar og í hverjum mánuði erum við að safna og safna upp. Til að fjárfesta í mannauðinum okkar er fjármagnið allt til. Við þurfum að koma því fjármagni í vinnu.“Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Við getum ekki keppt í stærðarhagkvæmni við útlöndin en við getum keppt með því að mennta mannauðinn okkar,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar. Hann lauk nýverið við ritgerð til MBA-náms við Háskóla Íslands um tækifæri til að bæta afkomu í verslun. Kjartan Örn hefur starfað í verslunargeiranum í 20 ár, bæði í heild- og smásöluverslun, og situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Tímamót eru nú í íslenskri verslun. Erlendar keðjur eru að koma til landsins í stórum stíl þar sem Costco og H&M eru mest áberandi. Kjartan Örn telur að þetta þýði að íslensk verslun þurfi að vera meira á varðbergi en áður. „Í Póllandi eru erlendir fjárfestar til dæmis að hagnast á verslun, en þar er lítið af pólskum verslanakeðjum. Ef við viljum reka íslenska verslun og höfum metnað fyrir því, þá hljótum við að vilja fjárfesta í mannauði.“Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Tilgangur rannsóknar hans var meðal annars að sýna fram á að aukin fagmennska í formi menntunar og þjálfunar leiði af sér bætta rekstrarafkomu og auki samkeppnishæfni í greininni. „Stóra málið í þessu er að núna, öllum þessum árum eftir að Verslunarskólinn var stofnaður, þá erum við ekki að bjóða neina beina námsleið í skólakerfinu fyrir fólk sem vill mennta sig í kaupmennsku. Þetta er grein þar sem þú getur unnið þig upp úr að vera kerrutæknir í að verða forstjóri. Þetta er grein sem borgar mjög vel,“ segir Kjartan Örn. „Vísbendingar eru um að mikil þörf sé á aukinni menntun og þjálfun innan greinarinnar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Bæði þurfum við að laga það út frá þeim sem vilja í framtíðinni leggja stund á kaupmennsku. En einnig þurfum við að styrkja núverandi innviði með því að koma á fót starfsþjálfurum í verslun svipað eins og tíðkast í iðngreinum.“Kjartan Örn bendir á að upplagt væri að vera með viðurkennda starfsþjálfara sem gætu farið inn í ólík fyrirtæki og tekið út raunfærnimat á einstaka starfsmönnum til að þeir gætu skilgreint sig innan einhvers hæfnisramma. „Það sem stendur númer eitt, tvö og þrjú er að það vantar beina námsleið og starfsþjálfara í greininni.“ Í ritgerðinni er varpað ljósi á mikilvægt hlutverk verslunar í hagkerfinu. Rúmlega fjórðung af heildarveltu hagkerfisins má rekja til verslunar reiknað út frá virðisaukaskattskýrslum. Árið 2015 höfðu 13 prósent af heildarvinnuafli landsins verslun að aðal- eða aukastarfi og um 6,9 prósent allra fyrirtækja í landinu voru í heild- og smásöluverslun. Heildarvelta í smásöluverslun (án VSK) nam tæpum 400 milljörðum króna árið 2015 samanborið við 376 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs. Vöxtur í veltu smásöluverslunar á milli ára var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri á milli ára frá hruni.Að mati Kjartans Arnar er erlendis lagt meira upp úr menntun og starfsþjálfun starfsmanna í greininni. „H&M er að fara að opna og fólkið sem er að fara að vinna þar hefur verið sent í 10 til 12 vikur í þjálfun í Póllandi. Þeir munu bjóða fagmennsku þegar þeir opna og frábæra þjónustu því þeir hafa fjárfest gríðarlega í mannauði frá byrjun. Þetta er að mínu mati eina leiðin fyrir okkur á Íslandi til að skapa samkeppnishæfni í verslun, að mennta mannauð okkar og fjárfesta í þessari auðlind.“ Kjartan bendir á að stór hluti launatengdra gjalda fari nú þegar í starfsmenntunarsjóði. „Þarna eru milljarðar og í hverjum mánuði erum við að safna og safna upp. Til að fjárfesta í mannauðinum okkar er fjármagnið allt til. Við þurfum að koma því fjármagni í vinnu.“Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira