Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 07:52 Bandaríkjaforseti má ekki þiggja gjafir eða greiðslur frá erlendum leiðtogum án samþykkt þingsins. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann. Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann.
Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira