Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. vísir/anton „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn