Auðveldara og ódýrara að skipta um banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Landsbankinn hefur meðal annars fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið telur að þetta muni auka samkeppni. Fréttablaðið/Andri Marínó Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira