Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 20:00 Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira