Vilja að hún bíti aðeins í grasið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 06:00 Freyr Alexandersson hafði vökult auga með íslensku landsliðskonunum á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær. vísir/anton „Nálgunin að þetta sé skemmtilegt og krefjandi er nákvæmlega það sem ég vil heyra í kringum þennan leik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari en Ísland spilar vináttulandsleik við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið frá Brasilíu spilar á Íslandi og þetta er líka síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM. Það er því mikið undir hjá þeim stúlkum sem þurfa að sanna sig.Eitt af bestu liðum heims „Þetta er frábær prófraun fyrir okkur og góður vettvangur fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum gegn þeim bestu. Þetta lið er svo sannarlega með þeim fremstu í heiminum,“ segir þjálfarinn sem óttast ekki að þetta skemmtilega verkefni verði að martröð á endanum. „Ég geri það ekki. Við erum með okkar einkenni og leikstíl. Við þurfum að halda í það og spila okkar leik af krafti. Verðum líka að vera með „attitjúd“ og láta vita af okkur. Þá veit ég að við munum halda aftur af þeim. Við þurfum líka að sýna hugrekki og vilja til þess að refsa þeim. Fótbolti snýst um að vinna og við þurfum að finna leið til þess á sama tíma og við erum að æfa okkur.“Enginn vináttuleikur Freyr segir að það komi ekki til greina að láta brasilísku stúlkurnar bara hafa það huggulegt. Þær séu ekki bara í dekri og náttúruskoðun á Íslandi heldur þurfi þær að mæta alvöru liði. „Þetta er enginn vináttuleikur hjá okkur. Við erum mætt til þess að spila okkar leik og hann er fastur. Brassarnir þola það illa. Ef við gerum það aftur á móti ekki vel þá taka þær á okkur á móti því það er skap í þeim. Þá munu þær refsa okkur enda hafa þær meiri einstaklingsgæði en við. Við þurfum að vera einbeittar allan tímann og til í að taka þennan slag,“ segir Freyr mjög ákveðinn.Vill sjá góða frammistöðu Ísland verður án Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum en hún hélt aftur til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila með félagsliði sínu um næstu helgi. „Ég átti ekki von á því að geta spilað henni og er því ekkert svekktur. Ég er aftur á móti afar ánægður með stöðuna á henni. Hún er komin lengra heldur en ég átti von á. Allt lítur út fyrir að hún verði í toppstandi í júlí og við þurfum á því að halda,“ segir þjálfarinn, en hvað vill hann fá út úr þessum leik? „Fyrst og fremst vil ég að frammistaðan verði góð. Ef hún er góð og við töpum út af snilld Brassanna þá er það allt í góðu. Frammistaða og sigur myndi gefa okkur gríðarlega mikið og ekki síst sterkt sjálfstraust. Við viljum sjá blöndu af þessu en fyrst og fremst þarf frammistaðan að vera í lagi,“ segir Freyr en mun hann keyra á sínu sterkasta liði eða nýta leikinn til að skoða leikmenn sem eru við það að vera valdir í EM-hópinn? „Ég ætla að keyra þetta á þeim leikmönnum sem eru 100 prósent leikfærir. Ef það væri fyrsti leikur á EM á morgun þá eru þetta leikmennirnir sem munu taka slaginn. Það verða engar tíu skiptingar í hálfleik en ég geri samt ráð fyrir 5-6 skiptingum út leikinn,“ segir Freyr en hvernig ætlar hann að stöðva Mörtu hina brasilísku?Stuð að glíma við Mörtu „Það verður stuð að glíma við hana. Hún er frábær sem og allar fjórar fremstu. Það verður veisla fyrir fólkið að sjá okkur glíma við þennan meistara. Við munum spila fast á hana og láta hana aðeins bíta í grasið. Við megum ekki selja okkur gegn henni. Hún var að æfa með Söru Björk og ég held hún hafi ekki fílað hana á æfingum. Sara er sennilega sú harðasta í bransanum og þær vita alveg út í hvað þær eru að fara. Það eru smá götubrassar í þeim. Þær geta klórað og tekið á því. Við gætum fengið flottan fótbolta og líka slagsmál.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Nálgunin að þetta sé skemmtilegt og krefjandi er nákvæmlega það sem ég vil heyra í kringum þennan leik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari en Ísland spilar vináttulandsleik við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið frá Brasilíu spilar á Íslandi og þetta er líka síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM. Það er því mikið undir hjá þeim stúlkum sem þurfa að sanna sig.Eitt af bestu liðum heims „Þetta er frábær prófraun fyrir okkur og góður vettvangur fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum gegn þeim bestu. Þetta lið er svo sannarlega með þeim fremstu í heiminum,“ segir þjálfarinn sem óttast ekki að þetta skemmtilega verkefni verði að martröð á endanum. „Ég geri það ekki. Við erum með okkar einkenni og leikstíl. Við þurfum að halda í það og spila okkar leik af krafti. Verðum líka að vera með „attitjúd“ og láta vita af okkur. Þá veit ég að við munum halda aftur af þeim. Við þurfum líka að sýna hugrekki og vilja til þess að refsa þeim. Fótbolti snýst um að vinna og við þurfum að finna leið til þess á sama tíma og við erum að æfa okkur.“Enginn vináttuleikur Freyr segir að það komi ekki til greina að láta brasilísku stúlkurnar bara hafa það huggulegt. Þær séu ekki bara í dekri og náttúruskoðun á Íslandi heldur þurfi þær að mæta alvöru liði. „Þetta er enginn vináttuleikur hjá okkur. Við erum mætt til þess að spila okkar leik og hann er fastur. Brassarnir þola það illa. Ef við gerum það aftur á móti ekki vel þá taka þær á okkur á móti því það er skap í þeim. Þá munu þær refsa okkur enda hafa þær meiri einstaklingsgæði en við. Við þurfum að vera einbeittar allan tímann og til í að taka þennan slag,“ segir Freyr mjög ákveðinn.Vill sjá góða frammistöðu Ísland verður án Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum en hún hélt aftur til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila með félagsliði sínu um næstu helgi. „Ég átti ekki von á því að geta spilað henni og er því ekkert svekktur. Ég er aftur á móti afar ánægður með stöðuna á henni. Hún er komin lengra heldur en ég átti von á. Allt lítur út fyrir að hún verði í toppstandi í júlí og við þurfum á því að halda,“ segir þjálfarinn, en hvað vill hann fá út úr þessum leik? „Fyrst og fremst vil ég að frammistaðan verði góð. Ef hún er góð og við töpum út af snilld Brassanna þá er það allt í góðu. Frammistaða og sigur myndi gefa okkur gríðarlega mikið og ekki síst sterkt sjálfstraust. Við viljum sjá blöndu af þessu en fyrst og fremst þarf frammistaðan að vera í lagi,“ segir Freyr en mun hann keyra á sínu sterkasta liði eða nýta leikinn til að skoða leikmenn sem eru við það að vera valdir í EM-hópinn? „Ég ætla að keyra þetta á þeim leikmönnum sem eru 100 prósent leikfærir. Ef það væri fyrsti leikur á EM á morgun þá eru þetta leikmennirnir sem munu taka slaginn. Það verða engar tíu skiptingar í hálfleik en ég geri samt ráð fyrir 5-6 skiptingum út leikinn,“ segir Freyr en hvernig ætlar hann að stöðva Mörtu hina brasilísku?Stuð að glíma við Mörtu „Það verður stuð að glíma við hana. Hún er frábær sem og allar fjórar fremstu. Það verður veisla fyrir fólkið að sjá okkur glíma við þennan meistara. Við munum spila fast á hana og láta hana aðeins bíta í grasið. Við megum ekki selja okkur gegn henni. Hún var að æfa með Söru Björk og ég held hún hafi ekki fílað hana á æfingum. Sara er sennilega sú harðasta í bransanum og þær vita alveg út í hvað þær eru að fara. Það eru smá götubrassar í þeim. Þær geta klórað og tekið á því. Við gætum fengið flottan fótbolta og líka slagsmál.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn