Fundað um netöryggi á öruggum stað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:00 Mikill viðbúnaður var við fund þjóðaröryggisráðs á öryggissvæði NATO og Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í dag. Netöryggismál voru fyrirferðamikil á fundinum auk þess sem rætt var um vopnaburð sérsveitarinnar um helgina. Farið var yfir ýmis mál er tengjast almennt öryggisvörnum landsins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra gerði grein fyrir vinnu við netöryggismál, utanríkisráðherra kynnti vinnu við gerð viðbúnaðar- og varnaráætlunar fyrir Ísland og Ríkislögreglustjóri kynnti vinnu varðandi hryðjuverkaógn í ljósi atburða í mörgum löndum á undanförnum misserum og árum. Þá var einnig rætt um gæslu vopnaðrar sérsveitar við fjölmenna viðburði hér á landi. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá um helgina hefur lögregla á grundvelli nýs almannahættumats Ríkislögreglustjóra aukið viðbúnað sinn á fjöldasamkomum hér á landi. Um helgina sáu vopnaðir sérsveitarmenn um gæsluna í Litahlaupinu og á landsleik Íslands og Króatíu. Fundur ráðsins hófst klukkan korter yfir tvö og átti hann að standa yfir í einn og hálfan tíma í mesta lagi. Fundurinn lengdist hins vegar umtalsvert og var í nærri fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru netöryggismál einna fyrirferðamest á fundinum. Mikil öryggisgæsla var við fundinn sem fór fram á lokuðu öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráherra gerði viðkvæm dagskrá fundarins kröfu um staðsetninguna. Í þjóðaröryggisráði sitja 11 fulltrúar. Forsætisráðherra er formaður ráðsins og stýrir fundum þess. Þá eiga þar sæti utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Ennfremur eiga fast sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meirihluta á þingi enhinn er úr þingflokki minnihluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóriog fulltrúi Landsbjargar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við fund þjóðaröryggisráðs á öryggissvæði NATO og Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í dag. Netöryggismál voru fyrirferðamikil á fundinum auk þess sem rætt var um vopnaburð sérsveitarinnar um helgina. Farið var yfir ýmis mál er tengjast almennt öryggisvörnum landsins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra gerði grein fyrir vinnu við netöryggismál, utanríkisráðherra kynnti vinnu við gerð viðbúnaðar- og varnaráætlunar fyrir Ísland og Ríkislögreglustjóri kynnti vinnu varðandi hryðjuverkaógn í ljósi atburða í mörgum löndum á undanförnum misserum og árum. Þá var einnig rætt um gæslu vopnaðrar sérsveitar við fjölmenna viðburði hér á landi. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá um helgina hefur lögregla á grundvelli nýs almannahættumats Ríkislögreglustjóra aukið viðbúnað sinn á fjöldasamkomum hér á landi. Um helgina sáu vopnaðir sérsveitarmenn um gæsluna í Litahlaupinu og á landsleik Íslands og Króatíu. Fundur ráðsins hófst klukkan korter yfir tvö og átti hann að standa yfir í einn og hálfan tíma í mesta lagi. Fundurinn lengdist hins vegar umtalsvert og var í nærri fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru netöryggismál einna fyrirferðamest á fundinum. Mikil öryggisgæsla var við fundinn sem fór fram á lokuðu öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráherra gerði viðkvæm dagskrá fundarins kröfu um staðsetninguna. Í þjóðaröryggisráði sitja 11 fulltrúar. Forsætisráðherra er formaður ráðsins og stýrir fundum þess. Þá eiga þar sæti utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Ennfremur eiga fast sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meirihluta á þingi enhinn er úr þingflokki minnihluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóriog fulltrúi Landsbjargar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira