Klerkur lofar kvótakerfið í predikun Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 13:35 Séra Hjálmar Jónsson varaði við öllum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sunnudagsmessu í Dómkirkjunni í gær. Hjálmar Jónsson fyrrverandi Dómkirkjuprestur, ræddi um fiskveiðistjórnunarkerfið í sunnudagspredikun í Dómkirkjunni, sem bar upp á Sjómannadaginn og lofaði það mjög. Séra Hjálmar sagði meðal annars að Kristur hafi talað um það oftar en ekki við lærisveina sína að vera djarfir. Og líkast til má segja að Hjálmar hafi verið djarfur í sinni ræðu, því víst er að það fór um ýmsan manninn í söfnuðinum þegar Hjálmar fór að prísa kvótakerfið sem lengi hefur verið umdeilt.Hrætt fólk gerir margt í fáti „Hins vegar hefur íhaldssemi og varkár athugun hefur oft afstýrt óhöppum og afglöpum. Það er eitt að vera varkár, það er annað að vera hræddur. Þetta finnst mér alltaf ástæða til að rifja upp fyrir sjálfum mér þegar ég minnist á fiskveiðistjórnunarkerfið. Hrætt fólk gerir margt í fáti og fljótræði en varkárt fólk metur stöðuna og beitir skynseminni.“ Ekki er hægt að skilja þessi orð á annan veg en að prestur vari mjög við öllum breytingum á kvótakerfinu. Séra Hjálmar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 1995 til 2001 en lét af þingmennsku þegar hann fékk Dómkirkjubrauðið, sagði sjávarútveginn okkur sem þjóð afar mikilvægur og rekstur sem honum tengist nær út um allt þjóðfélagið. „Sjávarútvegurinn er okkur svo mikilvægur, sannarlega er hann það og fyrirkomulagið á sjávarútvegi almennt er líka býsna sameiginleg niðurstaða með okkar þjóð,“ sagði séra Hjálmar í predikun sinni og þuldi upp ýmis samtök og sambönd sem tengjast greininni.Kvótakerfið grundvallast á lýðræðislegri afstöðu „Hvað sem líður meiningarmun um einstök atriði og áherslur er kerfið niðurstaða og stjórnmálin löggjafarvaldið setur lagarammann að sjálfsögðu með lýðræðislegum hætti. Með þessu fyrirkomulagi hefur orðið gríðarleg framþróun þessarar þjóðmenningar okkar,“ sagði Hjálmar. Hann hafði nokkur orð um þjóðmenningu almennt áður en hann vék tali sínu af kvótakerfinu aftur og sjávarútveginn: „Og ég hygg betur rekinn en nokkru sinni fyrr. Þar eiga allir þakkir skyldar. Ánægjulegt að heyra það og verða var við það að orðspor okkar erlendis er gott. Þjóðin nýtur virðingar fyrir ábyrga veiðistjórnun og alhliða sjálfbærni í greininni.“ Hlusta má á messuna alla hér, á vef ríkisútvarpsins. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hjálmar Jónsson fyrrverandi Dómkirkjuprestur, ræddi um fiskveiðistjórnunarkerfið í sunnudagspredikun í Dómkirkjunni, sem bar upp á Sjómannadaginn og lofaði það mjög. Séra Hjálmar sagði meðal annars að Kristur hafi talað um það oftar en ekki við lærisveina sína að vera djarfir. Og líkast til má segja að Hjálmar hafi verið djarfur í sinni ræðu, því víst er að það fór um ýmsan manninn í söfnuðinum þegar Hjálmar fór að prísa kvótakerfið sem lengi hefur verið umdeilt.Hrætt fólk gerir margt í fáti „Hins vegar hefur íhaldssemi og varkár athugun hefur oft afstýrt óhöppum og afglöpum. Það er eitt að vera varkár, það er annað að vera hræddur. Þetta finnst mér alltaf ástæða til að rifja upp fyrir sjálfum mér þegar ég minnist á fiskveiðistjórnunarkerfið. Hrætt fólk gerir margt í fáti og fljótræði en varkárt fólk metur stöðuna og beitir skynseminni.“ Ekki er hægt að skilja þessi orð á annan veg en að prestur vari mjög við öllum breytingum á kvótakerfinu. Séra Hjálmar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 1995 til 2001 en lét af þingmennsku þegar hann fékk Dómkirkjubrauðið, sagði sjávarútveginn okkur sem þjóð afar mikilvægur og rekstur sem honum tengist nær út um allt þjóðfélagið. „Sjávarútvegurinn er okkur svo mikilvægur, sannarlega er hann það og fyrirkomulagið á sjávarútvegi almennt er líka býsna sameiginleg niðurstaða með okkar þjóð,“ sagði séra Hjálmar í predikun sinni og þuldi upp ýmis samtök og sambönd sem tengjast greininni.Kvótakerfið grundvallast á lýðræðislegri afstöðu „Hvað sem líður meiningarmun um einstök atriði og áherslur er kerfið niðurstaða og stjórnmálin löggjafarvaldið setur lagarammann að sjálfsögðu með lýðræðislegum hætti. Með þessu fyrirkomulagi hefur orðið gríðarleg framþróun þessarar þjóðmenningar okkar,“ sagði Hjálmar. Hann hafði nokkur orð um þjóðmenningu almennt áður en hann vék tali sínu af kvótakerfinu aftur og sjávarútveginn: „Og ég hygg betur rekinn en nokkru sinni fyrr. Þar eiga allir þakkir skyldar. Ánægjulegt að heyra það og verða var við það að orðspor okkar erlendis er gott. Þjóðin nýtur virðingar fyrir ábyrga veiðistjórnun og alhliða sjálfbærni í greininni.“ Hlusta má á messuna alla hér, á vef ríkisútvarpsins.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira