Atli Jamil vann torfæruna tveimur vikum eftir slys Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 11:06 Atli Jamil á flugi í torfærunni á Akureyri um helgina. Gunnlaugur Einar Briem Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent