Ellert einstaki býr til folöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2017 21:41 Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins. Hestar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira