Vilja að Kársnesskóli verði rifinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2017 13:16 Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28