Stórbrotin skotnýting Cleveland kom í veg fyrir fullkomna úrslitakeppni GSW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2017 04:10 Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn Golden State Warriors áttu fá svör við skotskýningu LeBrons James og félaga. Vísir/AP Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira