Stórbrotin skotnýting Cleveland kom í veg fyrir fullkomna úrslitakeppni GSW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2017 04:10 Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn Golden State Warriors áttu fá svör við skotskýningu LeBrons James og félaga. Vísir/AP Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira