LÍN svarar engum fyrirspurnum um kostnað við innheimtu Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2017 15:44 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN segist ekki halda neina málaskrá né hafa upplýsingar um innheimtukostnað. Ásta Guðrún furðar sig á þessu og talar um hörku og viðvaningsbrag stofnunarinnar. LÍN þverneitar að svara spurningum um innheimtukostnað stofnunarinnar og ber því við að ekki sé haldin sérstök skrá um mál sem sjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar mennta- og menningarmálaráðherra við skriflegum fyrirspurnum Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata. Vísir spurði Ástu Guðrúnu hvort þetta megi ekki heita fremur sérstakt? „Jú, ég myndi halda það. Upphæðirnar sem verið er að innheimta eru oft ekkert umtalsverðar. Hversu mikill kostnaður fer í það miðað við þær tölur? Og það virðast ekki vera neinar upplýsingar fyrirliggjandi um það,“ segir Ásta Guðrún sem furðar sig á svörunum. Eða: „Það eru engin svör,“ eins og þingmaðurinn segir.3. aðili hagnast á innheimtuaðgerðum Hún ætlar ekki að leggja árar í bát og telur að næsta skref sé að fara fram á það við ríkisendurskoðun að fram fari stjórnsýsluendurskoðun á rekstri LÍN. Það hafa verið uppi hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi Lánastofnunar íslenskra námsmanna og það sé hið eina skynsamlega í stöðunni og þyrfti að gerast með heildstæðum hætti. Ásta Guðrún telur ekki úr vegi að ætla að málareksturinn fari meira og minna í sjálfan sig. „Ef við erum að reyna að vera með skynsamlegan ríkisrekstur er stundum meiri kostnaður sem fer í að innheimta og til þriðja aðila en fæst uppí skuldina. LÍN er félagslegur jöfnunarsjóður þannig að þetta er eitthvað sem þarf að hafa í huga, eða ég hefði haldið það; hversu langt á að ganga í löginnheimtum?“Hvort það sé hreinlega heillavænlegra fyrir ríkissjóð að láta þetta liggja á milli hluta? „Jahh, hvaða tölur eru þetta? Við vitum ekkert um það. Dæmi eru um að lögfræðiþjónusta og löginnheimta sé boðin út. Það eru dæmi um það og setja má spurningarmerki við það.“Viðvaningsháttur og harkaFram hefur verið sett gagnrýni á LÍN, að þar eigi sér stað fordæmalaus harka í innheimtu. Ásta Guðrún hefur heyrt þetta. „Það sem mig langaði til að vita hvort það hefði orðið einhver stefnubreyting á undanförnum árum hversu oft LÍN er að draga fólk fyrir dómsstóla og neita að semja. Og þetta er eitthvað sem LÍN vill ekki svara mér með. Kemur fram í svari frá LÍN sem ég fékk við fyrirspurn; hvernig hefur Lín haldið utan um þessi mál. Svörin voru þau að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem flutt hafa verið fyrir dómsstólum.“Sem má heita með nokkrum ólíkindum? „Já. Ekki er vitað um kostnaðinn. Við vitum ekki hver kostnaðurinn er við innheimtuþjónustuna. Hvernig virkar þetta? Dráttavextir, þjónustugjöld sem einstaklingurinn borgar fyrir 3. aðila. Það er verið að búa til bisness fyrir þriðja aðila. Það er viðvaningsháttur ef þetta er stofnun sem sér um að halda utan um lán, innheimta og að stofnunin sjái sér ekki fært að halda utan um kostnað við innheimtu. Mjög sérstakt. Myndi maður sætta sig við að bankar myndu haga sér þannig?“Kristján Þór svaraði fyrirspurnum Ástu Guðrúnar á þá leið að við spurningum hennar væru engin svör. Hann fór í það minnsta í geitarhús að leita ullar þegar hann spurðist fyrir um málið hjá LÍN.Að fara þá í mál við mann og annan burtséð frá kostnaði? „Nei, varla. Í sumum tilfellum er um að ræða fáeinar milljónir. Þær vaxa í innheimtu. Ég hef talað við fólk sem hefur lent í vandræðum gagnvart LÍN og það hefur oft reynst heillavænlegra að semja við bankana og fá lán þar til að borga upp lánin. Sem skýtur skökku við þegar tilgangur sjóðsins er hafður í huga. Félagslegur jöfnunarsjóður. Ekki beint í anda stefnunnar, hvernig þeir láta.“Svör Kristjáns ÞórsÖnnur fyrirspurn Ástu Guðrúnar var svohljóðandi: Hver hefur kostnaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna verið við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum á ári frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir árum, á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 2016. Svör Kristjáns Þórs var eftirfarandi: „Fyrirspurnin var send til Lánasjóðs íslenskra námsmanna en þaðan fengust þau svör að ekki væri haldið sérstaklega utan um lögfræðikostnað í bókhaldi sem væri tilkominn vegna málareksturs sjóðsins. Aðkeypt lögfræðiþjónusta væri margvísleg, t.d. vegna almennrar innheimtuþjónustu, málareksturs fyrir dómstólum, gerðar minnisblaða o.s.frv. Ráðherra hefur ekki aðgang að öðrum upplýsingum um málið.“ Hin fyrirspurning var á þessa leið: Hvernig hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna haldið utan um þann fjölda mála sem sjóðurinn hefur átt aðild að fyrir dómstólum frá árinu 2000? Svör mennta- og menningarmálaráðherra voru: „Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frá lánasjóðnum fengust þau svör að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem sjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Hins vegar hefði lánasjóðurinn, í kjölfar fyrri fyrirspurnar þingmannsins um fjölda mála sem flutt eru fyrir dómstólum, aflað upplýsinga um fjölda þeirra mála sem þingfest hefðu verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá janúar 2000 til apríl 2017. Þær upplýsingar má finna í skriflegu svari ráðherra til fyrirspyrjanda, sjá þskj. 881.“ Tengdar fréttir Lagði LÍN og er ekki í ábyrgð fyrir fjörutíu ára gömlu námsláni Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. 20. mars 2017 21:10 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
LÍN þverneitar að svara spurningum um innheimtukostnað stofnunarinnar og ber því við að ekki sé haldin sérstök skrá um mál sem sjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar mennta- og menningarmálaráðherra við skriflegum fyrirspurnum Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata. Vísir spurði Ástu Guðrúnu hvort þetta megi ekki heita fremur sérstakt? „Jú, ég myndi halda það. Upphæðirnar sem verið er að innheimta eru oft ekkert umtalsverðar. Hversu mikill kostnaður fer í það miðað við þær tölur? Og það virðast ekki vera neinar upplýsingar fyrirliggjandi um það,“ segir Ásta Guðrún sem furðar sig á svörunum. Eða: „Það eru engin svör,“ eins og þingmaðurinn segir.3. aðili hagnast á innheimtuaðgerðum Hún ætlar ekki að leggja árar í bát og telur að næsta skref sé að fara fram á það við ríkisendurskoðun að fram fari stjórnsýsluendurskoðun á rekstri LÍN. Það hafa verið uppi hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi Lánastofnunar íslenskra námsmanna og það sé hið eina skynsamlega í stöðunni og þyrfti að gerast með heildstæðum hætti. Ásta Guðrún telur ekki úr vegi að ætla að málareksturinn fari meira og minna í sjálfan sig. „Ef við erum að reyna að vera með skynsamlegan ríkisrekstur er stundum meiri kostnaður sem fer í að innheimta og til þriðja aðila en fæst uppí skuldina. LÍN er félagslegur jöfnunarsjóður þannig að þetta er eitthvað sem þarf að hafa í huga, eða ég hefði haldið það; hversu langt á að ganga í löginnheimtum?“Hvort það sé hreinlega heillavænlegra fyrir ríkissjóð að láta þetta liggja á milli hluta? „Jahh, hvaða tölur eru þetta? Við vitum ekkert um það. Dæmi eru um að lögfræðiþjónusta og löginnheimta sé boðin út. Það eru dæmi um það og setja má spurningarmerki við það.“Viðvaningsháttur og harkaFram hefur verið sett gagnrýni á LÍN, að þar eigi sér stað fordæmalaus harka í innheimtu. Ásta Guðrún hefur heyrt þetta. „Það sem mig langaði til að vita hvort það hefði orðið einhver stefnubreyting á undanförnum árum hversu oft LÍN er að draga fólk fyrir dómsstóla og neita að semja. Og þetta er eitthvað sem LÍN vill ekki svara mér með. Kemur fram í svari frá LÍN sem ég fékk við fyrirspurn; hvernig hefur Lín haldið utan um þessi mál. Svörin voru þau að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem flutt hafa verið fyrir dómsstólum.“Sem má heita með nokkrum ólíkindum? „Já. Ekki er vitað um kostnaðinn. Við vitum ekki hver kostnaðurinn er við innheimtuþjónustuna. Hvernig virkar þetta? Dráttavextir, þjónustugjöld sem einstaklingurinn borgar fyrir 3. aðila. Það er verið að búa til bisness fyrir þriðja aðila. Það er viðvaningsháttur ef þetta er stofnun sem sér um að halda utan um lán, innheimta og að stofnunin sjái sér ekki fært að halda utan um kostnað við innheimtu. Mjög sérstakt. Myndi maður sætta sig við að bankar myndu haga sér þannig?“Kristján Þór svaraði fyrirspurnum Ástu Guðrúnar á þá leið að við spurningum hennar væru engin svör. Hann fór í það minnsta í geitarhús að leita ullar þegar hann spurðist fyrir um málið hjá LÍN.Að fara þá í mál við mann og annan burtséð frá kostnaði? „Nei, varla. Í sumum tilfellum er um að ræða fáeinar milljónir. Þær vaxa í innheimtu. Ég hef talað við fólk sem hefur lent í vandræðum gagnvart LÍN og það hefur oft reynst heillavænlegra að semja við bankana og fá lán þar til að borga upp lánin. Sem skýtur skökku við þegar tilgangur sjóðsins er hafður í huga. Félagslegur jöfnunarsjóður. Ekki beint í anda stefnunnar, hvernig þeir láta.“Svör Kristjáns ÞórsÖnnur fyrirspurn Ástu Guðrúnar var svohljóðandi: Hver hefur kostnaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna verið við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum á ári frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir árum, á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 2016. Svör Kristjáns Þórs var eftirfarandi: „Fyrirspurnin var send til Lánasjóðs íslenskra námsmanna en þaðan fengust þau svör að ekki væri haldið sérstaklega utan um lögfræðikostnað í bókhaldi sem væri tilkominn vegna málareksturs sjóðsins. Aðkeypt lögfræðiþjónusta væri margvísleg, t.d. vegna almennrar innheimtuþjónustu, málareksturs fyrir dómstólum, gerðar minnisblaða o.s.frv. Ráðherra hefur ekki aðgang að öðrum upplýsingum um málið.“ Hin fyrirspurning var á þessa leið: Hvernig hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna haldið utan um þann fjölda mála sem sjóðurinn hefur átt aðild að fyrir dómstólum frá árinu 2000? Svör mennta- og menningarmálaráðherra voru: „Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frá lánasjóðnum fengust þau svör að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem sjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Hins vegar hefði lánasjóðurinn, í kjölfar fyrri fyrirspurnar þingmannsins um fjölda mála sem flutt eru fyrir dómstólum, aflað upplýsinga um fjölda þeirra mála sem þingfest hefðu verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá janúar 2000 til apríl 2017. Þær upplýsingar má finna í skriflegu svari ráðherra til fyrirspyrjanda, sjá þskj. 881.“
Tengdar fréttir Lagði LÍN og er ekki í ábyrgð fyrir fjörutíu ára gömlu námsláni Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. 20. mars 2017 21:10 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Lagði LÍN og er ekki í ábyrgð fyrir fjörutíu ára gömlu námsláni Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. 20. mars 2017 21:10