Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 29. júní 2017 12:06 Búast má við áframhaldandi togstreitu á milli Angelu Merkel og Donald Trump þegar rætt verður um loftslagsmál á G20-fundinum í næstu viku. VÍSIR/EPA Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí. Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí.
Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira