Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:35 Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira