Arnarlax gerir ráð fyrir 2,3 milljarða hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira