Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Reykjanesbær mun stækka mikið á næstunni vísir/gva Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira