Í eldhúsi Evu: Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Eva Laufey skrifar 29. júní 2017 21:00 Margir halda upp á þennan girnilega rétt. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni. Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni.
Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp