Í eldhúsi Evu: Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Eva Laufey skrifar 29. júní 2017 21:00 Margir halda upp á þennan girnilega rétt. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni. Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni.
Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira