Tóku heimilið í gegn á lygilega skömmum tíma Guðný Hrönn skrifar 28. júní 2017 09:30 Heimilið er gjörbeytt og það sést glögglega þegar "fyrir og eftir" myndir eru skoðaðar. Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar. Hús og heimili Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar.
Hús og heimili Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira