Hvert á markmið Seðlabanka Bandaríkjanna að vera? Lars Christensen skrifar 28. júní 2017 07:00 Síðan samdrátturinn mikli hófst 2008 hafa opinberar og akademískar deilur geisað um réttu markmiðin hjá seðlabönkum. Þessar deilur hafa blossað upp að nýju á síðustu vikum eftir að hópur hagfræðinga – þar á meðal Narayana Kocherlakota, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans í Minneapolis, og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz – lagði til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að taka upp 3% verðbólgumarkmið í staðinn fyrir 2% eins og nú er. Vænlegri tillaga kemur hins vegar frá Larry Summers sem mælir með markmiði um nafnvirði vergrar landsframleiðslu (NGDP). Það var hins vegar prófessor Scott Summer sem fyrst gerði hugmyndina vinsæla, en hann stakk fyrstur upp á markmiði um NGDP eftir hrunið 2008. Slíkt markmið hefur marga kosti. Sá mikilvægasti er að Seðlabankinn myndi einbeita sér að því sem hann getur stjórnað – nafnvirðishlið efnahagslífsins – en gæti litið fram hjá framboðshnykkjum. Ef til dæmis olíuverðshnykkur kæmi fram myndi Seðlabankinn ekki bregðast við verðbólguhækkuninni sem af hlytist. Þess í stað myndi hann bara halda NGDP á réttu róli. Hið undanskilda verðbólgumarkmið yrði innifalið og myndi breytast með tímanum þegar möguleg verg landsframleiðsla að raunvirði breyttist. Þannig að ef við gerum ráð fyrir að markmið Seðlabankans sé 4% vöxtur NGDP og ef vöxtur vergrar landsframleiðslu að raunvirði í Bandaríkjunum færi niður í 1% þá myndi innifalið verðbólgumarkmið hækka upp í 3%. Þetta þýðir líka að eðlilegir nafnvextir yrðu óháðir því sem gerðist varðandi mögulegan vöxt vergrar landsframleiðslu að raunvirði – ólíkt verðbólgumarkmiði. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar mögulegur vöxtur er lítill, til dæmis ef Bandaríkin standa frammi fyrir langtímastöðnun, eins og Larry Summers hefur gefið í skyn. Að mínu áliti yrði frekar auðvelt að taka upp markmið um NGDP í Bandaríkjunum af þeirri einföldu ástæðu að seðlabanki Bernankes hafði í raun markmið um 4% NGDP. Frá því snemma árs 2010 þangað til Janet Yellen varð seðlabankastjóri í febrúar 2014 var NGDP á 4% vaxtarskeiði. Raunar hélst það á þessari braut eitt ár í viðbót, en frá því um mitt ár 2015 hefur Seðlabankinn ekki náð þessu NGDP-stigi – enn ein vísbendingin um að seðlabanki Yellen hafi haldið peningamarkaðsskilyrðunum of þröngum. Niðurstaðan er sú að það eru margir valkostir aðrir en núverandi verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þótt við séum efins um að markmiðið breytist á næstunni þá er alltaf mögulegt að nýr seðlabankastjóri – sem verður skipaður 2018 þegar Janet Yellen mun að öllum líkindum víkja – gæti endurvakið alvarlegri umræðu um viðeigandi markmið. Slík umræða gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins og bandarískt efnahagslíf. Hugsið ykkur bara hvað myndi gerast ef trúverðugt 4% NGDP-markmið væri tekið upp. Að mínu áliti myndi ávöxtun verðbréfa hækka verulega. Þetta sýnir að umræður um markmið Seðlabanka Bandaríkjanna eru ekki bara fyrir fræðimenn heldur skiptir hún fjárfesta líka máli.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Síðan samdrátturinn mikli hófst 2008 hafa opinberar og akademískar deilur geisað um réttu markmiðin hjá seðlabönkum. Þessar deilur hafa blossað upp að nýju á síðustu vikum eftir að hópur hagfræðinga – þar á meðal Narayana Kocherlakota, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans í Minneapolis, og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz – lagði til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að taka upp 3% verðbólgumarkmið í staðinn fyrir 2% eins og nú er. Vænlegri tillaga kemur hins vegar frá Larry Summers sem mælir með markmiði um nafnvirði vergrar landsframleiðslu (NGDP). Það var hins vegar prófessor Scott Summer sem fyrst gerði hugmyndina vinsæla, en hann stakk fyrstur upp á markmiði um NGDP eftir hrunið 2008. Slíkt markmið hefur marga kosti. Sá mikilvægasti er að Seðlabankinn myndi einbeita sér að því sem hann getur stjórnað – nafnvirðishlið efnahagslífsins – en gæti litið fram hjá framboðshnykkjum. Ef til dæmis olíuverðshnykkur kæmi fram myndi Seðlabankinn ekki bregðast við verðbólguhækkuninni sem af hlytist. Þess í stað myndi hann bara halda NGDP á réttu róli. Hið undanskilda verðbólgumarkmið yrði innifalið og myndi breytast með tímanum þegar möguleg verg landsframleiðsla að raunvirði breyttist. Þannig að ef við gerum ráð fyrir að markmið Seðlabankans sé 4% vöxtur NGDP og ef vöxtur vergrar landsframleiðslu að raunvirði í Bandaríkjunum færi niður í 1% þá myndi innifalið verðbólgumarkmið hækka upp í 3%. Þetta þýðir líka að eðlilegir nafnvextir yrðu óháðir því sem gerðist varðandi mögulegan vöxt vergrar landsframleiðslu að raunvirði – ólíkt verðbólgumarkmiði. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar mögulegur vöxtur er lítill, til dæmis ef Bandaríkin standa frammi fyrir langtímastöðnun, eins og Larry Summers hefur gefið í skyn. Að mínu áliti yrði frekar auðvelt að taka upp markmið um NGDP í Bandaríkjunum af þeirri einföldu ástæðu að seðlabanki Bernankes hafði í raun markmið um 4% NGDP. Frá því snemma árs 2010 þangað til Janet Yellen varð seðlabankastjóri í febrúar 2014 var NGDP á 4% vaxtarskeiði. Raunar hélst það á þessari braut eitt ár í viðbót, en frá því um mitt ár 2015 hefur Seðlabankinn ekki náð þessu NGDP-stigi – enn ein vísbendingin um að seðlabanki Yellen hafi haldið peningamarkaðsskilyrðunum of þröngum. Niðurstaðan er sú að það eru margir valkostir aðrir en núverandi verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þótt við séum efins um að markmiðið breytist á næstunni þá er alltaf mögulegt að nýr seðlabankastjóri – sem verður skipaður 2018 þegar Janet Yellen mun að öllum líkindum víkja – gæti endurvakið alvarlegri umræðu um viðeigandi markmið. Slík umræða gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins og bandarískt efnahagslíf. Hugsið ykkur bara hvað myndi gerast ef trúverðugt 4% NGDP-markmið væri tekið upp. Að mínu áliti myndi ávöxtun verðbréfa hækka verulega. Þetta sýnir að umræður um markmið Seðlabanka Bandaríkjanna eru ekki bara fyrir fræðimenn heldur skiptir hún fjárfesta líka máli.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun