Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:40 Keila er hin fínasta afþreying að mati margra. Þorgeir, fyrrum eigandi Keiluhallar Akureyrar, segir þetta vera afar sorglegt mál. vísir/KTD Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna. Íþróttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna.
Íþróttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira