Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:41 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í dag ásamt Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóra OECD. vísir/eyþór Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira