Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:21 Ólafía Þórunn hefur farið eins og stormsveipur um golfheiminn undanfarnar vikur. vísir/getty Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33