Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á Akureyri. vísir/sveinn Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00