Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2017 06:00 Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson. Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson.
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira