Reyndi svo mikið á sig að hún skildi eftir brúna bletti á gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 14:30 Blettirnir sáust allt kvöldið. mynd/twitter Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017 MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira