Erlent

Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls á að kanna um 600 háhýsi í Bretlandi.
Alls á að kanna um 600 háhýsi í Bretlandi. Vísir/EPA
Sextíu háhýsi í Bretlandi hafa fallið á eldvarnarprófum sem gerð hafa verið á síðustu dögum í Bretlandi í kjölfar brunans í Grenfell turninum þar sem minnst 79 fórust á dögunum. Kanna á um 600 byggingar, sem eiga það sameiginlegt að vera með einhverskonar klæðningu. Þau háhýsi eru í 25 sveitarfélögum í Bretlandi.

Þau hús hafa í öllum tilvikum fallið á öryggisprófunum og hefur þegar verið ákveðið að rýma nokkur í Camden hverfinu í Lundúnum. Á föstudaginn þurftu um fjögur þúsund manns að yfirgefa heimili sín í norðurhluta London. Aðgerðir eru þegar hafnar við að taka klæðninguna niður á öðrum stöðum.

Mikill kurr er í íbúum háhýsanna, sem eiga það flest sammerkt að vera í félagslega húsnæðiskerfinu í Bretlandi og eru yfirvöld sökuð um þjónkun við verktaka sem geri allt til að lækka byggingarkostnað.

Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið „myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×